Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1507995209.94

  Landafræði nær og fjær
  NÁLÆ1LA02
  1
  Náttúrulæsi
  Ísland og heimsbyggðin
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  AV
  Unnið verður með Ísland og Íslandskort með sérstakri áherslu á Norðausturland. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki sitt nærumhverfi. Nemendur fá einnig að kynnast ölllum heimsálfunum og löndum innan þeirra. Menning landanna og saga verður skoðuð og borin saman.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nöfnum bæjarfélaga á Norðausturlandi
  • fjölda íbúa á hverjum stað
  • helstu kennileitum bæjarfélaganna
  • helstu ferðamannastöðum á Norðausturlandi
  • hvernig heimurinn skiptist í heimsálfur
  • fjölbreytileika mismunandi heimsálfa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja sig í spor ferðamanns og ferðast á hina ýmsu staði
  • nefna og aðgreina bæjarfélög á Norðausturlandi
  • leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
  • nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt
  • að beita mismunandi aðferðum í vinnuferlinu
  • þekkja heimsálfurnar
  • tengja saman lönd og heimsálfur
  • lesa á landakort
  • afla sér upplýsinga um lönd og geta miðlað upplýsingum um þau
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tala um og/eða ferðast um ákveðna staði
  • taka eftir ólíkum viðfangsefnum
  • greina á milli aðal- og aukaatriða
  • hlustað á sjónarmið annarra af víðsýni
  • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu
  • tjá eigin skoðanir
  • taka þátt í umræðum um heimsálfur
  • miðla fróðleik til annarra
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.