Í áfanganum verður farið yfir grunnatriði íþróttasálfræðinnar og þau tengd við annars vegar almenna sálfræði og hins vegar við aðrar aðstæður eins og vinnustaði, vinahópa og nám. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu í íþróttum fjallað um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Farið verður í aðferðir til að auka sjálfstraust og sjálfsmynd til að bæta árangur. Fjallað verður um þá þætti sem hafa áhrif á frammistöðu fólks í íþróttum t.d hugræna þætti og hugsun, áhugahvöt, streitu, kvíða og einbeitingu. Einnig verður fjallað um áhrif mannlegra samskipta í þjálfun einstaklinga og hópa. Í öllum atriðum verður reynt að tengja þau einnig við aðrar aðstæður ein íþróttaaðstæður s.s vinnuna, námið og vinahópinn.
Inngangur að félagsvísindum INN1IF05 eða sambærilegur áfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Íþróttasálfræði og mikilvægi hennar í þjálfun og keppni, sem og í daglegu lífi
Helstu atriði sem hafa áhrif á spennustig
Einbeitingar- og hugarþjálfun
Mikilvægi góðrar sjálfsmyndar og sjálfstrausts
Tengsl áhugahvatar og frammistöðu
Áhrifum streitu og kvíða á frammistöðu
Mikilvægi hvatningar í íþróttum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta sér einbeitingar og hugarþjálfun
Finna leiðir til eflingar sjálfsmyndar og sjálfstrausts
Hvetja á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
Setja sér skammtíma og langtímamarkmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Lesa í aðstæður/atburði út frá sálfræðilegu sjónarhorni
Geta beitt sálfræðiaðferðum í vinnu sinni, s.s einbeitingar-, hugar- og skynmyndarþjálfun
Ýta undir innri áhugahvöt hjá sjálfum sér og öðrum
Minnka spennustig í æfingu og leik
Útskýra mikilvægi sálfræði fyrir íþróttaiðkun og þjálfun
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.