Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1508234798.39

  Forritun I
  FORR1GR05
  5
  forritun
  Grunnur að forritun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Farið er í undirstöðuatriði forritunar. Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Námið stuðlar að færni þátttakenda í undirstöðuatriðum forritunar s.s. skilyrðissetningum, slaufum, aðferðum og strengjavinnslu. Lögð er áhersla á að þátttakendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemendur temja sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita. Námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám í forritun. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu forrita
  • skilyrðissetningum
  • slaufum
  • texta- og strengjavinnslu
  • greiningu forrita
  • hönnun forrita
  • prófun forrita
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að vinna með grunnskipanir í forritun
  • vinna með inntak og úttak í forritun
  • að hanna og forrita á læsilegan hátt
  • að finna villur í forritum og laga þær
  • að nota Netið sem hjálpartæki
  • að setja skýringartexta inn í forrit til að gera það læsilegra
  • sjálfstæðum vinnubrögðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta unnið með grunnskipanir í forritun
  • að geta lesið inn texta eða tölur í forrit og unnið með þær og skilað því aftur út á skjáinn þegar úrvinnslu er lokið
  • nota slaufur og skilyrðissetningar í forritun
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.