Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508253310.08

    Bakaraiðn fagfræði
    FFBA3FB04(BA)
    1
    Bakari fagfræði
    FFBA
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    BA
    Áfanganum er ætlað að dýpka og breikka þekkingu nemenda á öllum helstu vinnsluaðferðum á brauði, kökum, tertum og öðrum þeim vörutegundum sem algeng eru í bakaríum ásamt uppbyggingu uppskrifta. Fjallað er um allar almennar brauð- og kökutegundir , einkum meðferð og notkun súrdeigs. Þá er farið yfir allar helstu aðferðir sem eru notaðar við framleiðslu, bakstur, frágang og skreytingu á brauði, kökum, konfekti, tertum og eftirréttum. Nemendur þjálfast í notkun innlendra og erlendra uppskrifta- og fagbóka og vinna sérstakt uppskriftaverkefni sem m.a. felst í að magnbreyta uppskriftum. Áfanginn er kenndur samhliða BAKA3BK20 og BAHF3HB05
    FFBA2FB04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim fjölmörgu samverkandi þáttu m sem eru áhrifavaldar í bakstri.
    • notkun tölvuforrita til útreikninga á magni og framlegð.
    • framleiðslu helstu brauða- og kökutegundum
    • helstu efnis-, eðlis- og líffræðilegum hvötum við deigvinnslu.
    • faghugtökum.
    • viðurkenndu hreilætiskerfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja vinnu sína á hagkvæman og skilvirkan hátt, með vörugæði og framlegð að leiðarljósi.
    • vinna rafrænt með uppskriftir. Reikna magn og framlegð.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipulaggja vinnu sína í samræmi við lög og reglur um hreinlæti og hollustuhætti
    • vinna með innlendar og erlendar fagbækur.
    • geta búið til, og unnið með uppskriftir, á rafrænu formi. Reikna út rétt magn, framlegð og næringagildi.
    Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.