Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508255133.22

    Brauða og kökugerð
    BAKA3BK20
    1
    brauðgerð, kökugerð
    brauðgerð, kökugerð
    Samþykkt af skóla
    3
    20
    Í áfanganum er lögð áhersla á nemendur dýpki og auki skilning sinn og færni í framleiðslu, bakstri, framsetningu og skreytingum á brauði, kökum, tertum og öðrum framleiðsluvörum bakarans og læra tilheyrandi faghugtök. Notkun hraðfrysta og frystihefskápa með áherslu á vinnuhagræðingu sem þessi tæki bjóða upp á. Kennd er meðferð á súrdeigi og notkun súrdeigs í framleiðslu rúg- og súrdeigsbrauða. Kennd er meðferð, temprun og notkun á gæðasúkkulaði við framleiðslu á kökum, tertum, konfekti og skreytingum. Nemendur læra hefðbundnar og nýjar vinnsluaðferðir og þjálfast í einstaklings- og hópvinnuverkefnum. Vinna eftir hreinlætisáætlunum sem byggja á viðurkenndu hreinlætiskerfi. Í áfanganum er lögð áhersla á fagleg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð sem og þjálfun í samstarfi við aðra. Unnið er eftir áherslum sem lagðar eru til grundvallar í sveinsprófi í bakaraiðn. Áfanginn er kenndur samhliða BAHF3HB05 og FFBA3FB04.
    BAKA2BK20
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að framsetja og skreyta brauð, kökur, tertur, eftiréttum og aðrar framleiðsluvörur.
    • að vinna með hraðfrysti og frystihefskáp. Og þekkja þá vinnuhagræðingu sem þau tæki bjóða upp á.
    • mismunandi ofnum.
    • mikilvægi hitastigs á mismunandi framleiðsluvörum.
    • mismunandi deiggerðum í brauða- og kökugerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla og nota súdeig í brauðgerð.
    • tempra og nota gæðasúkkulaði
    • framleiða kökur, tertur, eftirrétti og konfekt
    • rafrænni upplýsingaöflun.
    • að taka við vörum og afgreiða með réttum hætti.
    • að búa um vörur og hráeni með réttum hætti.
    • sinna daglegri umhirðu og einföldum, fyrirbyggjandi viðhaldsaðgerðum algengustu véla og tækja.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna verksjórn á sínu fagsviði og leiðbeina öðru starfsfólki á vinnustað sínum um alla þætti er varða bakstur og gæðamál.
    • vinna sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum.
    • fylla út gátlista eftir þrif, sem byggður er á viðurkenndu hreinlætiskerfi.
    • framleiða allar algengar brauð- og kökutegundir.
    • létta vinnu og auka framleiðni með réttri tækjanotkun.
    • auka gæði framleiðslu.
    • framleiða algengustu tegundir úr rúlluðu deigi.
    • þreyta sveinspróf í iðngreininni.
    Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.