Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508327015.91

    Stærðfræði fyrir matvæla- og veitingagreinar
    STÆR2SM05
    82
    stærðfræði
    Hagnýt stærðfræði fyrir nemendur í matvæla- og veitingagreina
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er ætlaður nemendum í matvæla- og veitingagreinum. Helstu efnisþættir eru algebra, hlutföll, prósentur, mælieiningar, fjármálalæsi, stækkun og minnkun uppskrifta og fleira tengt faggrein.
    Stærfræði af 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðureglum algebrunnar
    • hlutföllum, prósentum og vöxtum
    • fjármálum er tengjast rekstri
    • framlegð
    • rýrnun
    • mælieiningum
    • stækkun og smækkun uppskrifta
    • verkefnum tengt faggrein
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita töflureikni við úrlausn stærðfræðilegra verkefna
    • beita töflureikni við myndræna framsetningu verkefna
    • leysa jöfnur á margvíslegan máta
    • vinna með hlutföll, prósentur og vexti
    • útbúa launaseðla
    • reikna inn- og útskatt (vsk)
    • vinna með mælieiningar
    • stækka og minnka uppskriftir
    • reikna út rýrnun
    • reikna út framlegð og kostnað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýnan hátt
    • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • meta hvort upplýsingar eru réttar og áreiðanlegar
    • skiptast á skoðunum við aðra um leiðina að lausninni
    • vera virkur og ábyrgur borgari í umhverfi sínu og náttúru
    • átta sig á fjárhagslegum afleiðingum ákvarðana sinna
    Verkefnavinna og próf