Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1508684745.36

  Fatasaumur með áherslu á að sauma flík eftir eigin vali
  SAUM1ES02
  6
  Fatasaumur
  efni, snið og saumur
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  AV
  Vinnuferlið miðast viðað efla færni og sjálfsmynd nemanda við að takast á við ögrandi verkefni hverju sinni, nemendur læra grunnatriði í fatasaum og að vinna við saumavél. Áhersla á læsi í að greina snið og eðli þess að taka upp snið úr blöðum, taka mál og áætla stærð á flík, teikna upp eigin hugmynd og útfæra hana. Að nemandinn skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • taka raunhæfar ákvaraðanir varðandi val á verkefni
  • einföldustu atriðum í notkun saumavélar
  • taka líkamsmál og bera þau saman við máltöflur og finna viðeigandi stærð, læra að gera áætlun um efnisþörf í flíkina
  • geti tekið upp snið úr blaði, gera einfaldar breytingar ef þarf s.s. að stytta, síkka, víkka og þrengja
  • að leggja þráðrétt á efni og mæla fyrir saumförum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
  • útfæra eigin hugmynd og/eða einföld snið
  • raða sniðflötum á efni eftir þráðréttu
  • teikna saumför, falda og aðrar merkingar áður en klippt er
  • nota saumavél og þekkja einföldustu stillingar
  • sauma einfaldar flíkur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útfæra snið í einfaldar flíkur eftir eingin hugmyndum og fullgera þær
  • útskýra vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík
  • sníða flíkur og sauma á saumavel
  • nemandinn temji sér vönduð vinnubrögð
  • auki sjálfstraust sinn og trú á eigin sköpun og getu
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.