Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508752696.56

    Sjálfbærni, umhverfisvernd og orkunotkun á framhaldsskólabraut
    SJÁL1UO03
    1
    sjálfbærni
    hlýnun, líffræðilegur fjölbreytileiki, mengun, orkunotkun, sjálfbærni, súrnun, umhverfi, vistkerfi
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FB
    Markmið áfangans er að vekja áhuga og athygli nemenda á framtíð jarðar, ástandi loftslags- og umhverfismála og hvetja þá til sjálfbærrar hugsunar, hugleiðinga um orkunotkun og þekkingar um mengun í víðu samhengi. Glímt er við spurningar eins og: Verður líf á jörðinni eftir 100 ár? Ef svo fer fram sem horfir, getur verið að hlýnun valdi því að stór hluti jarðarinnar verði óbyggilegur? Ganga vatn og olía til þurrðar?
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lykilhugtökum sem tengjast málaflokknum á borð við vistspor, auðlindir, velmegun, vistkerfi, hringrás, mengun, óson og jafnrétti kynslóðanna.
    • viðhorfum hér á landi til sjálfbærni og umhverfisverndar.
    • að beita þarf sköpunargáfum og færni ef vel á að takast og umgangast þarf náttúruna með hófsemi og virðingu.
    • að þekkja samfélagslega ábyrgð sína og hversu mikilvægt framlag hvers og eins er til umhverfismála.
    • mismunandi aðferðum við þekkingaröflun og -miðlun.
    • að grunnforsenda heilsu okkar er að við búum í heilbrigðu umhverfi með fjölbreyttu lífríki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leita sér upplýsinga og þjálfast í meðferð þeirra.
    • átta sig á orsök og afleiðingu í umhverfismálum.
    • afla gagna um umhverfisvernd.
    • meta gögn um eigin lífsmáta sem og annarra einstaklinga og þjóða.
    • skilgreina og vinna með viðhorf sitt í umhverfismálum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja jafnrétti kynslóðanna og að án sjálfbærni gangi núlifandi kynslóð á rétt komandi kynslóða til lífs.
    • vinna sjálfstætt og miðla niðurstöðum með ólíkum hætti.
    • beita gagnrýnni hugsun í þekkingaröflun og leggja sjálfstætt mat á álitamál.
    Áfanginn er símatsáfangi með fjölbreyttu námsmati.