Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508754076.67

    Lífsleikni 2 á framhaldsskólabraut
    LÍFS1JS01(FB)
    68
    lífsleikni
    Jákvæð sjálfsmynd, samvinna og samskipti
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    FB
    Áfanginn er ætlaður nemendum á annarri önn á framhaldskólabraut. Markmið áfangans er að vekja nemendur til vitundar um að þeir beri sjálfir ábyrgð á námi sínu. Áhersla er lögð á að hver og einn átti sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig megi bæta árangur. Áhersla er á hópefli, æfingar og verkefni til að efla einstaklingana og samskipti í bekk.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • utanumhaldi á eigin námsferli
    • mögulegum námsleiðum innan skólans
    • vali og samsetningu eigin náms
    • mikilvægi þess að stunda námið af samviskusemi
    • mikilvægi þess að sækja skólann af samviskusemi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja eigin námsferil
    • halda utanum eigið nám
    • gera áætlanir varðandi námið
    • bregðast við ef eitthvað fer öðru vísi í náminu en ætlað er
    • leita aðstoðar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja nám við hæfi
    • taka nýjar ákvarðanir og breyta um stefnu ef svo ber undir
    • ganga vel um eigur skólans og fara að reglum
    Námsmat er nánar tilgreint á kennsluáætlun en áfanginn er símatsáfangi.