Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508756596.58

    Samfélagið í nærmynd á framhaldsskólabraut
    SAMF1FÉ05
    1
    samfélagið í nærmynd
    fjölmiðlar, fátækt, lýðræði, réttindi, saga, samfélagsfræði, skyldur, umburðarlyndi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Markmið áfangans er að opna nemanda sýn á sjálfa sig sem nýta og góða þjóðfélagsþegna og þátttakendur í heimssamfélaginu. Nemandinn kynnist íslensku samfélagi og samtímasögu. Fjallað er um hugtök á borð við lýðræði, mannréttindi og stéttaskiptingu og ýmis brýn þjóðfélagsmál skoðuð eftir áhugasviði. Fjallað er um uppbyggingu samfélags og stöðu einstaklingsins, réttindi og skyldur. Nemandi temur sér gagnrýna hugsun, fordómaleysi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum samfélagsgerðum og menningarheimum. Nemandi gerir sér grein fyrir þeim mótandi áhrifum og valdi sem fjölmiðlar geta haft á heimsmynd og daglegt líf fólks (t.d. auglýsingar, skrum, áróður, fordóma, kynhlutverk, einhliða fréttaflutning o.fl.). Hann gerir sér grein fyrir samfélaglegri stöðu mismunandi þjóðfélagshópa út frá t.d. aldri, kyni, stétt og uppruna. Hann fjallar um hlutverk fjölskyldunnar í nútímasamfélagi og mismunandi fjölskyldugerðir. Hann setur sér raunhæf markmið, t.d. um nám og eigin framtíð.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum á borð við kosningarétt, sjálfræði, lýðræði og samfélag, lýðveldi, nýlendustefnu og menningarheim
    • ákveðnum atriðum úr nánasta samtíma, þema, þjóð, atburði eða landssvæði sem mikið er í fréttum
    • upplýstri afstöðu til samfélagsmála
    • hugtökum eins og stríðsátakasvæðum, þróunarlöndum og iðnríkjum, Austurlöndum, evrópskri menningu, hjálparstarfi, flóttamönnum, fátækt, stöðu barna, stéttaskiptingu, atvinnuleysi, mannréttindum, jafnrétti og framkvæmd lýðræðis o.s.frv.
    • íslenskri samfélagsgerð og íslensku lýðræðissamfélagi
    • hlutverki einstaklingsins í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þróun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina og flokka ýmis samfélags- og fjölskyldumynstur
    • greina og flokka ýmis samfélagsvandamál, t.d. stríðsátök, og setja þau í samhengi
    • finna sjálfum sér stað í þjóðfélagslegu og hnattrænu umhverfi
    • kynna ákveðið málefni úr fréttum / fjölmiðlum út frá samfélagi, sögu eða landafræði fyrir samnemendum sínum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna jafnræði og fordómaleysi og taka fordómalausa afstöðu í samfélagsmálum ...sem er metið með... munnlegu verkefni, t.d. rökfærslu í samtali, eða röklega byggðri ritsmíð
    • draga skynsamlegar ályktanir um samfélagslega, menningarlega, vistfræðilega og efnahagslega ábyrgð sína og vita hversu mikilvægt framlag hvers og eins er ...sem er metið með... t.d. þátttöku í umræðum, skriflegum og munnlegum verkefnum
    • geta átt uppbyggileg og málefnaleg skoðanaskipti við annað fólk, s.s. kennara og samnemendur ...sem er metið með... t.d. virki þátttöku, innleggi og framlagi í umræðum
    Símat, verkefni, þemavinna, ritgerðir, myndbönd o.fl. Áhersla á verkefnavinnu og að efnið sé víðtækt í upphafi og sniðið að áhugasviði nemenda sem síðan vinna markvisst að því í nokkurn tíma og endar með sýnilegum afrakstri (kynningu, málstofu o.fl).