Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508779514.99

    Þjónustusamskipti
    ÞJSK1ÞB03
    1
    Þjónustusamskipti
    ÞJSK
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á þjónustugæði og þjónustusamskipti. Vakinn, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, er kynnt. Fjallað er um einkenni ferðaþjónustustarfa og ferðamanninn/gestinn sem viðskiptavin. Einnig er fjallað um samskipti í alþjóðlegu umhverfi þar sem sérstaklega er tekið á ólíkum viðhorfum og mismunandi menningu. Áhersla er lögð á tjáningu ásamt rafrænum samskiptum.
    ÞJSK1ÞA02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi góðrar þjónustu
    • þjónustugæðum og mikilvægi þess að setja sér skýr markmið í þeim efnum
    • einkennum ferðaþjónustustarfa
    • mikilvægi góðra samskipta í alþjóðlegu umhverfi, s.s. viðhorfi, menningu, fordóma o.fl.
    • ólíkum þörfum og væntingum viðskiptavina/ferðamanna/gesta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • átta sig á hinum ýmsu einkennum mannlegra samskipta
    • gera sér grein fyrir sérstöðu ólíkra starfa í ferðaþjónustu
    • átta sig á ólíkum þörfum viðskiptavina/ferðamanna/gesta eftir mismunandi þjóðerni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga samskipti við fólk af ólíku þjóðerni, kyni og aldri byggt á skilningi og virðingu
    • vinna að bættri þjónustu og betri samskiptum
    • tjá sig skýrt og skilmerkilega í rituðu og töluðu máli
    • taka ábyrgð á eigin framkomu, afstöðu og sýn á þjónustuhlutverkið
    Símat byggt á leiðsagnarmati, jafningjamati og sjálfsmati