Í þessum áfanga er lögð áhersla á þjónustugæði og þjónustusamskipti. Vakinn, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, er kynnt. Fjallað er um einkenni ferðaþjónustustarfa og ferðamanninn/gestinn sem viðskiptavin. Einnig er fjallað um samskipti í alþjóðlegu umhverfi þar sem sérstaklega er tekið á ólíkum viðhorfum og mismunandi menningu. Áhersla er lögð á tjáningu ásamt rafrænum samskiptum.
ÞJSK1ÞA02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi góðrar þjónustu
þjónustugæðum og mikilvægi þess að setja sér skýr markmið í þeim efnum