Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508840786.81

    Vinna og vinnumarkaður á framhaldsskólabraut
    VIVI1VA03(FB)
    3
    Vinna og vinnumarkaður
    Vinnumarkaður, atvinnulíf, réttindi og skyldur
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FB
    Í þessum áfanga fá nemendur kynningu á mismunandi atvinnugreinum. Kynntir verða helstu þættir lífeyrissjóða og réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Nemendur fá innsýn í kjarasamninga og skilgreiningu á vinnutíma. Launaseðlar skoðaðir og mikilvægi þess að fylgjast vel með vinnutíma. Farið verður með nemendur í heimsóknir út í atvinnulífið með það að markmiði að kynnast ólíkum vinnustöðum og þar með auka líkur á að nemendur finni sér starfsvettvang við hæfi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • réttindum og skyldum á atvinnumarkaðnum
    • hvar best er að leita að upplýsingum er tengjast atvinnumarkaðnum
    • uppsetningu launaseðla
    • fjölbreyttum námsleiðum og atvinnutækifærum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að vinna sjálfstætt
    • lesa eigin launaseðil
    • meta hvar eigið áhugasvið liggur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja sér námsleið/starf eftir áhugasviði
    • geta nýtt sér eigin hæfileika og áhugasvið
    • nota þekkingu sína á hagnýta hátt