Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1508841746.95

    Jákvæð sálfræði á framhaldsskólabraut
    SÁLF1JS03(FB)
    7
    sálfræði
    Jákvæð sálfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FB
    Farið verður í fjölbreytta þætti sem snúa að bættri andlegri heilsu. Hugtök skoðuð sem hafa mikil áhrif á líf okkar eins og hvað það er sem veitir okkur hamingju, hverjir okkar styrkleikar eru og hvernig við getum eflt okkur á þeim sviðum sem við viljum bæta. Leiðir verða skoðaðar sem geta hjálpað okkur að lifa sátt í núinu eins og með því að nota tónlist og beita slökunaraðferðum. Samskipti milli fólks verða skoðuð og farið í mikilvægi þess að eiga góð samskipti við alla.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum sem snúa að jákvæðum tilfinningum
    • hvað geri hann hamingjusaman
    • hugtökunum styrkleikar og veikleikar
    • mikilvægi þess að hugsa jákvætt
    • núvitundar- og slökunaræfingum
    • mikilvægi góðra samskipta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina jákvæðar hugsanir frá neikvæðum
    • meta eigin styrkleika og veikleika
    • átta sig á eigin líðan
    • taka tillit til ólíkra einstaklinga
    • hafa áhrif á samskipti við aðra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hugsa jákvætt til að bæta eigin líðan
    • auka eigin hamingju
    • nýta eigin styrkleika
    • lifa sáttur við sjálfan sig og aðra
    • eiga góð samsktpti við aðra
    Símat