Markmið áfangans er að vekja nemanda til vitundar um eigin heilsu og velferð ásamst því að auka hreyfingu og útivist í daglegu lífi. Farið er yfir helstu atriði varðandi næringu, hreyfingu, afþreyingu, útivist og lífsstíl almennt. Upplýsinga aflað um sjónvarpsnotkun og net-/ og tölvufíkn, einkenni og forvarnir og um skyndibita/ruslfæði og áhrif þessara þátta á daglegt líf ungs fólks. Nemandi kynnist ýmsum möguleikum til afþreyingar og hreyfingar og lærir m.a. um súrefnisstreymi og púls. Áfanginn er að hluta til verklegur þar sem nemandi kynnist ýmsum möguleikum varðandi hreyfingu, tómstundir og útivist. Fjallað er um líkamsrækt og geðrækt og kennd tímastjórnun og skipulag varðandi daglegt líf. Nemanda er ætlað að temja sér jákvætt viðhorf til sjálfs sín og annarra og hafa raunsætt mat á eigin getu, efla færni sína í að standa á eigin fótum og leggja drög að framtíð sinni. Nemandi kynnist íþróttaaðstöðu í nágrenni skólans.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hollum og óhollum lífsháttum
raunhæfum tíma-, skipulags- og framtíðaráætlunum
flokkun og skilgreiningu áhugamála
mismunandi upplýsingum um framboð á heilbrigðri afþreyingu og hreyfingu
mikilvægi góðs mataræðis og hreyfingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja daglegt líf sitt með tilliti til andlegs og líkamlegs heilbrigðis
setja sér raunhæf markmið varðandi heilsu, mataræði og hreyfingu
greina eigin styrk- og veikleika
byggja upp virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
stunda holla hreyfingu eða útivist sér til heislubótar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bera saman holla og óholla lífshætti og draga ályktanir þar af um eigið mataræði
kynna margvíslegt efni tengt heilsu og velferð fyrir samnemendum
vernda heislu sína á meðvitaðan hátt með góðu mataræði og hollri hreyfingu
velja sér lífsstíl sem skilar góðri andlegri og límamlegri heilsu og vellíðan
rækta sjálfan sig með jákvæðni og velgengni í huga
efla þrek sitt og þol með bætta heilsu til langframa í huga
Áfanginn er símat og getur að hluta til verið verklegur (gönguferð, fjallganga, hjól, hlaup, innanhúsíþróttir o.s.frv).Skriflegur hluti samanstendur af verkefnum eins og æfingaáætlunum, matardagbók, kynningu á íþróttagrein o.s.frv.