Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði í ensku rifjuð upp til að nemandi geti tekist á við nám í faginu á framhaldsskólastigi. Unnið með markvissar málfræði- og orðaforðaæfingar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta, bæði bókmenntatexta og texta almenns eðlis. Skilningur á töluðu máli er þjálfaður með hlustun á rauntexta. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig með viðeigandi orðalagi um almenn efni á ensku. Ritun er þjálfuð með fjölbreyttum æfingum þar sem áhersla er lögð á að skrifa texta á skipulagðan hátt og skipta í efnisgreinar.
ENSK1RH05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnreglum í enskri málfræði
grunnorðaforða (upp í 2000 orð miðað við Word Frequency Lists)
almennum rauntextum og einföldum bókmenntatextum
almennum rauntexta í útvarpi og sjónvarpi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun.
skrifa samfelldan texta og skipta eigin texta í viðeigandi málsgreinar
tjá sig um almenn málefni með viðeigandi orðalagi, munnlega og skriflega
lesa almenna rauntexta og einfalda bókmenntatexta
byggja upp og bæta við sinn orðaforða með mismunandi aðferðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna á fjölbreyttan hátt með almenna rauntexta og einfalda bókmenntatexta