Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1508860123.58

  Íslenska með áherslu á lestur og málskilning í víðu samhengi
  ÍSLE1LO04(AV)
  115
  íslenska
  Lestur og orðaforði
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  AV
  Unnið verður markvisst að því að þjálfa lestur í víðu samhengi, bæta lesskilning og skilning á orðtökum, myndmáli og líkamstjáningu. Jafnframt að efla málskilning, málnotkun, hlustun, tjáningu, samræður og ritun. Nemendur lesa fjölbreyttan texta og horfa á kvikmyndir og leikrit.
  Nemendur þurfa að ráða yfir einhverri/nokkurri lestrargetu
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi tjáningarmáta og túlkunaraðferðum
  • auknum orðaforða til daglegrar notkunar
  • mikilvægi þess að hafa góðan lesskilning, ekki bara á ritmáli
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • átta sig á mismunandi túlkunaraðferðum
  • beita virkri hlustun og ná bæði aðal- og aukaatriðum
  • gagnrýna á uppbyggilegan hátt
  • koma skoðunum sínum á framfæri
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta lesið og hlustað sér til gagns og ánægju
  • tekið þátt í samræðum og rökræðum
  • hlustað á og virt sjónarmið annarra
  • lagt mat á eigin frammistöðu (sjálfsmat)
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.