Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1508955072.88

  Inngangur að kvikmyndagerð
  KVMG1IK05(IK)
  2
  kvikmyndagerð
  Inngangur að kvikmyndagerð
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  IK
  Markmið áfangans er að kynna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar. Í áfanganum kynnast nemendur grunnatriðum í kvikmyndagerð, læra að greina kvikmyndir og erindi þeirra í samfélaginu. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í öllum helstu faggreinum innan kvikmyndagerðar og kvikmyndatækni og helstu þáttum í handritagerð, framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis og eftirvinnslu þeirra. Nemendur gera í lok áfangans stutt myndband.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ólíkum faggreinum innan kvikmyndagerðar
  • gildi handrita og hugmyndavinnu
  • grundvallar atriðum kvikmyndatækninnar
  • grundvallar atriðum mynd- og hljóðmáls
  • sögulegum ágripum kvikmyndanna
  • sögukorti (storyboard)
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja og geta nýtt sér grunnatriði handritsgerðar fyrir kvikmyndaverk
  • meðhöndla tæki sem tilheyra kvikmyndaframleiðslu
  • klippa saman upptekið efni samkvæmt handriti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja verkferil fyrir upptöku á stuttu myndband og tileinka sér markviss vinnubrögð
  • að ganga endanlega frá stuttmynd til sýningar
  Námsmat er útfært í námsáætlun. Stuðst er við leiðsgarnarmat.