Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1508955470.0

  Framhaldsáfangi í kvikmyndagerð
  KVMG2KV05
  8
  kvikmyndagerð
  kvikmyndagerð
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  KV
  Markmið áfangans er að efla skilning og þekkingu á sögu og gildi kvikmynda í samfélaginu, og framleiðsluferli kvikmynda í dag. Áfanginn byggist því annars vegar á kvikmyndasögu þar sem fjallar er um strauma og stefnur á 20. öld og myndir skoðaðar, hins vegar á þjálfun í greiningu handrita og undirbúningi og framleiðslu kvikmynda. Námið er að bæði verklegt og bóklegt en nemendur vinna oft saman í teymisvinnu, skipta með sér hlutverkum og gera myndbönd. Allir nemendur gera eina mynd, sem er lokaverkefni áfangans.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu straumum og stefnum í kvikmyndagerð á 20. öld
  • helstu kvikmyndahöfundum 20. aldar og myndum þeirra
  • greina handrit og persónusköpun á “filmkarakter”
  • þróun hugmynda og teymisvinnu í kvikmyndagerð
  • mikilvægi teymisvinnu í faginu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera tökuplön og áætlanir
  • greina handrit fyrir upptökur og framleiðslu
  • beita rannsóknarvinnu við þróun hugmynda
  • skrá vinnuframlag
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja verkferil fyrir upptökur
  • tileinka sér skipulögð vinnubrögð innan setts tímaramma
  • nýta sér markvisst eigin reynslu og þekkingu
  • kynna og sýna eigin mynd
  Námsmat er útfært í námsáætlun. Stuðst er við leiðsagnarmat.