Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509285054.36

    Efnisfræði málmiðna
    EFRÆ1MI05
    4
    Efnisfræði
    Málmiðna
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur öðlast þekkingu á framleiðslu ýmissa málma svo sem járns, steypujárns og stáls af mismunandi gerðum. Þeir kynnast einnig framleiðslu nokkurra annarra smíðamálma, svo sem áls. Nemendur læra um framleiðslu ýmissa afurða úr þessum málmum, svo sem mismunandi smíðaefnis. Þeir kynnast tæringareiginleikum málmanna og tæringarvörnum. Nemendur kynnast framleiðslu mismunandi olíuafurða, notkunarsviði þeirra og flokkun. Í áfanganum læra nemendur einnig um gerð plastefna helstu, mismunandi eiginleika þeirra og notkunarsvið. Fjallað er um umhverfisáhrif plastefna og endurvinnslumöguleika.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • járni, steypujárni, stáltegundum, áli og öðrum smíðamálmum.
    • helstu kornagerðum þessara málma og breytingar þeirra við varmameðhöndlun og suðu.
    • helstu íblöndunarefnum í stál og áhrif þeirra.
    • helstu olíuafurðum og flokkun þeirra.
    • helstu plastgerðum og notkunarsviði þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna úr tækniupplýsingum um helstu málma og plastefni.
    • ákveða hvaða efni hentar hverju sinni.
    • nýta sér tækniupplýsingar olíuframleiðenda.
    • leita upplýsinga í handbókum og á netinu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja rétta málminn, olíuna og plastefnið fyrir hinar ýmsu aðstæður sem upp kunna að koma.
    • ákvarða hvaða varmameðhöndlun hentar hverju sinni.
    • velja þá tæringarvörn sem hentar hverju sinni.
    • velja rétta olíu.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.