Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509288965.24

    Iðnteikning málmiðna 1
    IÐNT2MI05
    3
    Iðnteikning málmiðna
    Málmiðn 1
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur öðlast þjálfun í lestri og gerð fagteikninga samkvæmt gildandi stöðlum og reglum um véla- og málmsmíðateikningar. Nemendur eru færir um að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Þeir geta teiknað og útfært smíðateikningar fyrir einstök verkefni.
    GRUN1FY05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hornréttum fallmyndum.
    • mælikvörðum.
    • strikagerðum teikninga.
    • reglum um málsetningu og teikniskrift.
    • sniðum og skástrikunum.
    • skrúfgöngum.
    • málviki.
    • suðufúgum og suðutáknum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og teikna almennar teikningar sem gerðar eru eftir gildandi stöðlum.
    • teikna vinnuteikningar af samsettum smíðahlutum eftir samsettri heildarteikningu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa og teikna almennar teikningar.
    • velja stærð teiknipappírs, staðsetja teikningu, ákvarða hæfilegan mælikvarða og aðra uppsetningu.
    • setja inn snið og málsetja teikningu þannig að hún sé nothæf til að smíða eftir.
    • teikna stöðluð form fyrir staðlaða íhluti samkvæmt upplýsingum framleiðenda (legur, pakkningar, tannhjól o.s.frv.).
    • teikna ísómetrískar teikningar af vélahlutum og kerfismyndir.
    • gera efnis- og tækjalista eftir teikningum.
    • nota handbækur við gerð flókinna teikninga.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.