Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509289728.02

    Vökvatækni
    VÖKT3VH05
    2
    Vökvatækni
    Vökvakerfi og hlutverk þeirra
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Að námi loknu þekkja nemendur alla hluta vökvakerfa og hlutverk þeirra. Nemendur eru færir um að lesa vökvakerfisteikningar og vinna eftir þeim. Nemendur gera sér grein fyrir uppbyggingu vökvakerfa og hlutverki einstakra eininga og eru færir um að afla sér upplýsinga í handbókum. Nemendur eru færir um að lesa úr töflum og línuritum ýmsar upplýsingar sem tengjast vökvakerfum og geta gert ýmsa útreikninga. Nemendur hljóta þjálfun í uppsetningu einfaldra vökvakerfa.
    VÉLS2AB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • táknum og teiknistöðlum fyrir vökvakerfi.
    • einingum vökvakerfa.
    • opnum og lokuðum vökvakerfum.
    • eðliseiginleikum og seigju vökva.
    • förgun og endurvinnslu vökva.
    • lofttæmingu vökvakerfa.
    • ýmsum útreikningum, t.d. á streymishraða, orkutapi, lagnastærðum og stærð vökvageymis miðað við búnað.
    • reikningi afls, vægis og taps í vökvakerfum.
    • reikningi dælurýmdar og afkastagetu.
    • reikningi þensluáhrifa vegna hitabreytinga.
    • festingum og millibili þeirra.
    • öryggiskröfum fyrir lagnakerfi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meta hreinlæti í vinnu sem tengist vökvakerfum.
    • lesa teikningar og tákn vökvakerfa.
    • reikna út ýmis verkefni um stærðagreiningu út frá fyrirfram ákveðnum forsendum og ráðlögðum gildum.
    • nota töflur, línurit og fræðilegar upplýsingar sem tengjast vökvakerfum.
    • meta eiginleika glussa sem notaður er í vökvakerfum.
    • setja upp einföld vökvakerfi.
    • nota handverkfæri sem tengjast vökvakerfum.
    • kóna og beygja rör.
    • festa rör á réttan máta.
    • draga í gegnum rör.
    • meta frágang á vökvalögnum.
    • lesa handbækur og upplýsingar sem tengjast vinnu við vökvakerfi.
    • velja vökvakerfiseiningar miðað við forsendur.
    • velja rör miðað við forsendur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa teikningar sem tengjast vökvakerfum og virkni einstakra eininga.
    • reikna út afl, vægi og tap í vökvakerfum.
    • meta og reikna streymishraða í kerfum.
    • meta og reikna stærð lagna út frá ráðlögðum gildum og reynslutölum.
    • reikna rýmd og afkastagetu dæla og mótora.
    • finna upplýsingar og meta nýtni vökvadæla og mótora.
    • meta lagnakerfi miðað við öryggiskröfur.
    • meta þensluáhrif vegna hitabreytinga.
    • meta hvort uppgefnar stærðir á lögnum séu réttar.
    • meta röralagnir og hvað þær þurfa að uppfylla til að standast kröfur.
    • setja upp vökvakerfi samkvæmt leiðbeiningum, teikningum og fyrirmælum.
    • vinna samkvæmt áætlun og fyrirmælum.
    • prófa einstakar einingar vökvakerfa, s.s. vökvatjakka, vökvamótora, magnstilliloka, þrýstimæla stjórnloka.
    • meta áhættuþætti varðand vinnuvernd og hollustuhætti á vinnustað.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.