Í áfanganum er fjallað um bygginga‐ og mannvirkjagerð með áherslu á verkferli og öryggismál. Nemendur læra um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er rétt líkamsbeiting, notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna, umgengni við rafmagn og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Að lokum er gerð grein fyrir námsleiðum í bygginga‐ og mannvirkjagreinum á framhalds‐ og háskólastigi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
öryggismálum á vinnustað og fyrirbyggjandi aðgerðum.
meðhöndlun hættulegra efna.
gerð og notkun algengasta hjálparbúnaðar í byggingariðnaði.
grunnþáttum áætlanagerðar og gæðastýringarkerfis.
hefðbundnu byggingaferli frá hugmynd til lokaúttektar.
hugtakinu vistvæn byggingarstarfsemi.
grunnatriðum gæðastjórnunar, verkskipulags, hollustuhátta og vinnuverndar.
lögum og reglugerðum um skipulags‐ og byggingarmál, vinnuvernd og öryggismál.
grunnatriðum kjarasamninga.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
viðhafa rétta líkamsbeitingu.
velja og nota viðeigandi hlífðarbúnað og hjálparbúnað í starfi.
umgangast rafmagn og rafmagnstæki á byggingavinnustöðum.
skipuleggja mismunandi verkþætti /verkferla.
meta stíl‐ og fagurfræði bygginga og mannvirkja.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera úttektir á öryggismálum vinnustaða.
sinna minniháttar tengingum og fyrirbyggjandi viðhaldi.
fylgja eftir gæðastýringu/eftirliti.
velja sér námsleið að loknu grunnnámi bygginga‐ og mannvirkjagreina.