Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509451141.69

    Plötuvinna
    PLVG1GR04
    2
    Plötuvinna, grunnur málm- og bíliðna
    Grunnnám málm- og bíliðna
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Nemendur geta meðhöndlað og beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við þunnplötuvinnu. Áhersla er lögð á öryggismál og þá hættu sem stafað getur af tækjum og efnum sem notuð eru við vinnuna. Að námi loknu geta nemendur smíðað einfalda gripi eftir nákvæmum teikningum, bæði í vélum og með handverkfærum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu verkfærum, tækjum og vélum sem notuð eru við plötuvinnu og notkunarsviði þeirra.
    • gildandi vinnuverndarákvæðum og þeim hlífðarbúnaði sem við á þegar unnið er með vélum og handverkfærum.
    • mismunandi gerðum þunnplatna og flokkun þeirra eftir yfirborðshúð og áferð.
    • tæringarvörnum, húðun og vinnsluaðferðum.
    • áhrifum beyginga á stærð smíðisgripa úr málmplötum.
    • þeim hættum sem fylgja vinnu við þunnplötur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita þeim handverkfærum sem notuð eru í plötuvinnu.
    • umgangast og nota þær vélar sem notaðar eru í plötuvinnu.
    • varast þær hættur sem eru samfara vinnu við handverkfæri og vélar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja efni eftir gefnum forsendum um gerð og þykkt.
    • ákvarða efnisstærðir og þykktir með 0,1 mm nákvæmni.
    • velja handverkfæri til vinnu einfaldra verka.
    • klippa með hand- og vélklippum 0,5-1,25 mm þykkar málmplötur með 0,5 mm nákvæmni.
    • velja beygjuklossa og stillt beygjuvélar m.t.t. efnisþykkta.
    • beygja 0,5-1,25 mm þykkar málmplötur með 1 mm nákvæmni.
    • ákvarða borstærðir fyrir hnoðun og útsnörun.
    • snara úr fyrir hnoðum og hnoða með gegnheilum hnoðum, með undirsínkuðum og kúptum haus og draghnoðum.
    • setja mismunandi smíðishluta saman með hnoðun, skrúfum og mótstöðusuðu (punktsuðu).
    • varast þær hættur sem fylgja vinnu við handverkfæri og vélar sem notuð eru við plötuvinnu.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.