Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í tvo meginefnisþætti. Í fyrri efnisþætti er fjallað um fallmyndun en í þeim seinni um ásmyndun og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestri teikninga og fái grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og þrívíðra rissteikninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir áframhaldandi nám í teiknifræðum og lestri vinnuteikninga.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi teikniaðferðum, s.s. fríhendisteikningu og fallmyndun.
upplýsingamiðlun með tæknilegum teikningum.
meðferð og notkun teikni- og mæliáhalda.
tvívíðum og þrívíðum vinnuteikningum.
lestri teikninga.
uppsetningu teikninga á vinnublað, áritun og frágangi þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa hornréttar fallmyndir.
lesa sneiðmyndir af einföldum hlutum.
teikna einfaldar vinnuteikningar með fallmyndun og nota við það viðeigandi teikniáhöld.
lesa og skilja einfaldar tæknilegar vinnuteikningar og einfaldar þrívíðar teikningar.
teikna ásmyndir af einföldum hlutum.
teikna fríhendis.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja vinnublað, árita og ganga frá einföldum teikningu.
miðla upplýsingum á skilvirkan hátt.
málsetja einfaldar vinnuteikningar eftir viðeigandi reglum, venjum og stöðlum í mismunandi mælikvörðum.