Í þessum áfanga er fjallað um framleiðslu á þrífasa spennu. Sýnt er hvernig sínuslaga spenna myndast í þrífasa rafölum og vektormyndir þeirra. Farið er yfir myndun hverfisegulsviðs og áhrif þess í rafvélum. Fjallað er um tengingar á þrífasa spennum og vélum og gerðar tengimyndir af þeim. Gerð er grein fyrir helstu þrífasa mælitækjum og tengingu þeirra og fjallað um áhrif bilana á rekstur þrífasa kerfa. Leyst eru einföld verkefni er varða rekstur þrífasa spenna, tækja og véla. Þá er farið í þrífasa rafmótora, rafala, spenna, rafvélar og tæki.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
myndun þrífasa hverfisegulsviðs
tengingum þrífasa spenna, tækja og véla
töpum í þrífasa búnaði
fasviki í þrífasa búnaði og leiðréttingu á því
virknimyndum þrífasa búnaðar
vektormyndum þrífasa búnaðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna tengimyndir þrífasa spenna, tækja og vél
teikna vektoramyndir þrífasa búnaðar
reikna strauma, spennur, afl og fasvik í þrífasa búnaði
reikna stærð á búnaði til að leiðrétta fasvik í þrífasa kerfum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa leiðbeiningar og merkiskilti ýmisskonar þrífasa búnaðar
tengja þrífasa búnað við veitukerfi eftir upplýsingum á merkiskilti viðkomandi tækis
leiðbeina um val á búnaði og lögnum í viðkomandi veitukerfi
Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.