Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509553853.74

    Rafeindatækni
    RTMV3DA04(fv)
    3
    rafeindatækni
    Diac, FET transistorar, aðgerðamagnarar, triac
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    FV
    Áfanginn er framhald af RATM2FV04 og er hér haldið áfram að fjalla um BJT transistora. Þeir eru nú skoðaðir sem magnarar í mismunandi tengingum. Einnig er farið í aðra hálfleiðaraíhluti svo sem díak triak og týristor og virkni þeirra og notkun skoðuð. Nemendur kynnast einnig FET - transistorum og aðgerðamögnurum í þessum áfanga, helstu reikningum og notkunarmöguleikum þeirra. Nemendur gera dc og ac mælingar bæði með mælitækjum og hermiforriti.
    RATM2FV04 eða sambærilegur áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvernig hægt er að nota BJT transistora sem magnara og geta reiknað út helstu stærðir í þeim og framkvæmt mælingar.
    • Hvernig Diak, Triak og Tyristor virka, tákn og helstu notkunarmöguleika.
    • Táknum og DC-reikningum varðandi FET transistora.
    • Tákni, helstu virkni og notkunarmöguleikum aðgerðarmagnara.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma alla helstu reikninga varðandi BJT transistora bæði AC og DC.
    • Framkvæma DC-reikninga í rásum með FET-transistorum.
    • Framkvæma mælingar á rásum með hinum ýmsu hálfleiðaraíhlutum.
    • Reikna mögnun í aðgerðamagnararásum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tengja eftir teikningu allar helstu gerðir magnara með BJT-transistorum og framkvæma á þeim reikninga og mælingar bæði hvað varðar AC-og DC.
    • Tengja eftir teikningu magnara með FET-transistorum og gera á honum DC-reikninga og mælingar.
    • Nýta sér hermiforrit við gerð mælinga og setja niðurstöður mælinga fram í skýrslu.
    • Geta tengt og framkvæmt mælingar á magnararás með aðgerðarmagnara.
    • Geta tengt eftir teikningu og framkvæmt mælingar á rásum með öðrum hálfleiðaraíhlutum svo sem diak, triak og týristor.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.