Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509554137.49

    Tölvu og netkerfi
    TNTÆ1GA03(fv)
    3
    Tölvu- og nettækni
    Tölvu- og nettækni
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FV
    Í áfanganum kynnist nemandinn samsetningu einkatölvu. Farið er í byggingarhluta tölvu og hlutverk þeirra. Gengið er frá uppsetningu á stýrikerfi og notendahugbúnaði fyrir tölvu. Farið er í önnur talnakerfi til viðbótar við tugakerfið svo sem tvíundar, áttundar og sextándukerfið (bin, oct og hex). Framkvæmdir eru tölulegir útreikningar í þessum fjórum kerfum og tölum varpað á milli kerfa. Kynnt eru til sögunnar rökrásahlið, tákn þeirra, virkni og bólskar jöfnur. Hannaðar eru samsettar rökrásir og prófaðar á íhlutum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu byggingarhlutum tölvu og helstu hlutverkum þeirra.
    • helstu stýrikerfi og geta sett þau upp.
    • helstu notendaforritum.
    • helstu hugtökum stafrænnar tækni.
    • talnakerfum sem notuð eru í stafrænni tækni.
    • helstu reikniaðferðum rökrása.
    • bólskum-jöfnum sem skilgreina virkni rökrása.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja saman tölvu úr byggingarhlutum hennar.
    • forsníða harðan disk.
    • setja upp stýriforrit.
    • þekkja og vinna með talnakerfin dec,bin,oct og hex
    • Skilgreina virkni einfaldra rökrása.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta borið kennsl á helstu bilanaeinkenni í tölvu.
    • geta lagt mat á gildi hinna ýmsu hugtaka við mat á afkastgetu tölvu.
    • bera hæfni til að geta lesið virkni einfaldra rökrása.
    • geta hannað rökrás út frá skilyrtri virkni.
    • geta bilanagreint einfaldar rökrásir.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.