Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509555179.54

  Mechatronic
  MEKV3FV05(FV)
  3
  Mekatronik
  Forritun og vélar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FV
  Í þessum áfanga er fjallað um: Forritun á stýrivélum, PLC og örgjörvum (Arduino og Picaxe). Einnig er fjallað um forritun Raspberry Pi tölvunnar. Forritunarmálin C++ fyrir Arduino, Basic fyrir Picaxe og Python fyrir Raspberry Pi. Hvernig stýrivélar og örgjörvar taka við stafrænum og flaumrænum merkjum frá umhverfinu með hjálp rofa og skynjara. Hvernig útganga stýrivéla og örgjörva má nota til að stýra beint afllitlum hlutum eða stýra óbeint aflþungum hlutum með aðstoð hálfleiðara eða segulliða. Hvernig hanna á til tölvustýrða vél. Hvernig smíða á tölvustýrða vél. Hvernig á að velja búnað og stýriaðferðir sem henta verkefninu.
  Grunndeild Rafiðna
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • örgjörva og iðntölvuforritun
  • skjámyndakerfum
  • þjörkum (róbótum)
  • mótorum AC og DC
  • loftstrokkum og loftventlum
  • efnisfræði áls, ryðfrís stáls, plasts, timburs
  • frágangi raf- og loftlagna
  • hönnun og smíði á forritanlegri vél
  • hönnun og smíði vinnslulína þar sem þjarkar (róbótar) koma við sögu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Geta breytt, bilanagreint og smíðað tæki út frá raf- og vélbúnaði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.