Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509556023.5

  Rökrásir 6
  RÖKV4FS05(AV)
  3
  stýringar og rökrásir
  forritun, iðntölvur, reglun og skjámyndir
  Samþykkt af skóla
  4
  5
  FV
  Í áfanganum er fjallað um stærri samsettar iðntölvur, eiginleika þeirra og tengingar við skjámyndakerfi. Nemendur fá kennslu og þjálfun í forritun iðntölva með ladder og virkniblokkum (FBD) og notkun ýmissa hjálpartækja við slíka forritun, svo sem PC-tölva og flæðimynda. Nemendur kynnast reglun og stillingum regla (P, PI og PID) og notkun skynjara (hliðrænna og stafrænna) og aðgerðarskjáa. Þá fá nemendur æfingu í að tengja ytri búnað við iðntölvu.
  RÖKV3HS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • öllum helstu skipunum stafrænnar - og hliðænnar virkni
  • möguleikum í samtengingu iðntölva með gagnabrautum
  • aðgerðaskjám og notkun þeirra
  • skynjurum, reglum og reikniaðgerðum
  • tengingum við tíðnibreyta
  • tengingum við mjúkræsa
  • skjalagerð er varðar iðntölvustýringar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • forrita iðntölvur í ladder og virkniblokkum
  • forrita minni skjámyndakerfi
  • tengja iðntölvur við ytri búnað s.s. skynjara og skjái
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna stýringar
  • vinna með hliðræn og stafræn merki
  • hanna og vinna með skjámyndir
  • tengja saman iðntölvur og skjámyndakerfi
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.