Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509557837.82

  Iðntölvustýringar 1
  RÖKV3SF05(AV)
  9
  stýringar og rökrásir
  skynjarar og forritun á iðntölvum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  AV
  Í áfanganum kynnist nemandinn skynjaratækni og ýmsum gerðum skynjara, s.s. spanskynjara, rýmdarskynjara, þrýstiskynjara, hitaskynjara og hæðarskynjara. Hann kynnist nokkrum gerðum af iðntölvum og notkun þeirra í iðnstýringum sem og tengingu við ýmsan jaðarbúnað. Megináherslan er lögð á að nemandinn læri að skilja virkni og uppbyggingu iðntölva og fái undirstöðuþjálfun í forritun og notkun forritunartækja og forritunarhugbúnaðar fyrir smærri iðntölvur. Þá er lögð áhersla á að nemandinn læri gerð flæðimynda fyrir stýringar, fái æfingu í gerð teikninga af iðntölvum og tengimynda fyrir þær sem og þann búnað sem þeim tengist. Auk þessa er áhersla lögð á að nemandinn nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir og fái þjálfun í að tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður.
  RÖKV2LM03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skynjaratækni með áherslu á virkni rýmdar-, span-, hita-, hæðar- og þrýstiskynjara
  • helstu gerðum iðntölva, notkun þeirra í iðnstýringum og tengingu þeirra við ýmsan jaðarbúnað
  • uppbyggingu og virkni á litlum iðntölvum
  • gerð flæðimynda fyrir stýringar
  • IEC 1131-staðlinum sem gildir fyrir forritun á iðntölvum
  • helstu grunnskipanir í ladder-forritun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota forritunartæki og forritunarhugbúnað fyrir iðntölvur
  • teikna tengimyndir af iðntölvum og þeim búnaði sem tengist þeim, t.d. rofum og segulliðum, inn- og útgöngum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • umrita segulliðastýringar yfir í ladder-forrit
  • tengja iðntölvur og búnað sem tengist þeim á inn- og útgöngum
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.