Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509557986.29

    Raflagnateikning 2
    RLTK3RK05(BR)
    5
    Raflagnateikning
    Raflagnateikning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FV
    Nemendur öðlist vald á teikningalestri á stærri neysluveitum s.s. þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 Amper. Þá læra nemendur að teikna slíkar veitur; teikna sniðmyndir af gegnumtökum og afstöðumyndir auk grunnmynda. Lögð er áhersla á að nemendur læri að magntölu- og kostnaðartaka ofangreindar veitur. Tölvutæknin er nýtt við gerð raflagnateikninganna seinni hluta áfangans.
    RLTK2RK05AR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • íslenskum staðli um raflagnateikningar fyrir neysluveitur allt að 200A.
    • heitum og hugtökum raflagnateikninga.
    • magntöku og kostnaðartöku raflagna.
    • helstu teikniforritum.
    • öllum almennum og sértækum teiknitáknum.
    • teiknireglum og staðalákvæðum varðandi þurra, raka og rykuga staði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr raflagnateikningum.
    • teikna fyrir ofangreindar neysluveitur.
    • beita tölvuforriti við gerð raflagnateikninga.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja og ákvarða efni fyrir raflagnir í öllum neysluveitum.
    • nýta sér minnst eitt teikniforriti sem notað er við gerð teikninga.
    • velja og ákvarða búnað og raflagnaefni fyrir allar neysluveitur.
    • magntaka og reikna kostnað á tölvtæku formi fyrir allar neysluveitur.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.