Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509558062.3

  Reglugerðir og öryggismál
  RÖRS2RK05(AR)
  3
  Reglugerðir og öryggismál
  Reglugerðir og öryggismál
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FV
  Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynni sér reglugerð um raforkuvirki og kynnist því hvernig ákvæðum reglugerðar um öryggisþætti er framfylgt við verklegar framkvæmdir. Farið er í varnarráðstafanir, yfirstraums- og yfirspennuvarnir, búnað og efnisval með tilliti til nýframkvæmda, viðhalds og endurbóta á neysluveitum í rekstri. Kynntar eru vinnureglur Mannvirkjastofnunar, frágangur á umsóknareyðublöðum varðandi heimtaug, verktökur og úttektarbeiðnir. Farið er í vettvangsferðir í mismunandi neysluveitur og gerðar úttektir á þeim í samvinnu við rafverktaka. Einnig er fjallað um frágang á tilkynningarskyldum eyðublöðum til Mannvirkjastofnunar og rafveitu. Þá eru kynnt ákvæði reglugerða um raflagnir í skipum sem og ákvæði byggingareglugerðar er varða raflagnir og rafbúnað.
  Grunnnám rafiðna
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • slysahættu í vinnuumhverfi rafiðnaðarmanna og helstu öryggisráðstöfunum gegn henni.
  • raforkukerfi og rafbúnaði í íslenskum skipum.
  • almennum kröfum í byggingareglugerð til raflagna og rafbúnaðar í mannvirkjum.
  • magni, gerð og staðsetningu á rafbúnaði í raflögnum fyrir íbúðarhúsnæði.
  • tengingum neysluveitna við lágspennudreifikerfi rafveitna.
  • fyrirkomulagi og frágangi á mælitækjum fyrir raforkunotkun.
  • grunnreglum um raflagnir bygginga, reglugerð um öryggismál og skilgreiningu íðorða um öryggi.
  • mismunandi gerðum dreifikerfa og almennum eiginleikum raflagna í byggingum, sem og kröfum til sérstakra lagna eða staða og sérákvæðum vegna staðsetningar virkja.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leita sér upplýsinga um rafmagnsöryggismál.
  • velja búnað fyrir neysluveitur.
  • framkvæma öryggismælingar í neysluveitum.
  • framkvæma úttektir á neysluveitum í rekstri.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina galla í raflögnum og viðbrögð við þeim.
  • gera skýrslur um ástand raflagna.
  • velja efni og búnað samkvæmt kröfum í staðli og reglugerðum og sannprófa öryggi.
  • framkvæma öryggismælingar.
  • velja réttan öryggisbúnað og hlífðarfatnað.
  • bregðast við slysum á réttan hátt.
  • ganga frá tengingum fyrir orkusölu samkvæmt fyrirmælum.
  • beita helstu varnaraðgerðum gegn raflosti, hitaáraun, yfirstraum og spennutruflun.
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.