Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509612735.01

    Handavinna málmiðna 2
    HAMÁ2NH04
    6
    Handavinna málmiðna
    Notkun á handverkfærum
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Nemendur læra notkun helstu handverkfæra og einfaldra rafmagnsverkfæra svo sem handborvéla, standborvéla, minni spóntökuvéla auk notkunar gass við meðhöndlun á stáli. Þeir kynnast eðli mismunandi málma við smíðar á hverskyns íhlutum. Að áfanganum loknum geta nemendur smíðað einfalda hluti úr málmi.
    HAMÁ1NH04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggisreglum sem gilda á vinnusvæði.
    • meðferð og umhirðu verkfæra.
    • teikningalestri.
    • mælitækjum og uppmerkitækjum ásamt notkun þeirra.
    • vali borstærða í töflu eftir stærð snitttappa.
    • mikilvægi þess að ganga þrifalega um vinnusvæði sitt.
    • mikilvægi þess að ganga á réttan hátt frá spilliefnum, t.d. olíu og olíublautum pappír.
    • mikilvægi góðrar loftræstingar.
    • undirstöðuatriðum heilsuverndar.
    • réttri notkun hlífðarfatnaðar og persónuhlífa.
    • réttu vali á skurðaaðferðum tengdum efnisnotkun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíða hluti úr mismunandi málmum.
    • velja rétta meðhöndlun á efni.
    • slípa bora fyrir borun í mismunandi efni.
    • velja og nota mismunandi gerðir hamra við formun.
    • velja bora eftir efnum sem bora skal og snúningshraða eftir borstærð og efnum.
    • velja þjalir með hliðsjón af því efni sem unnið er með og áferð þess.
    • beita helstu hjálpartækjum, t.d. rissnál, vinkli, hæðarrissi og hringfara við uppmerkingu á efni fyrir vinnslu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efna niður og málsetja einfalda hluti úr málmi sem metið er með verklegum og skriflegum æfingum.
    • ákveða rétta vinnsluaðferð sem metið er með verklegum og skriflegum æfingum.
    • vinna sjálfstætt að verkþáttum sem metið er með verkefnavinnu.
    • meta rétta yfirborðsmeðhöndlun sem metið er með verkefnavinnu og skriflegum prófum.
    • gera sjálfsstætt mat að loknu verkefni sem metið er með skýrslugerð.
    • segja til um gæði og ástand handverkfæra sem metið er með verklegum og skriflegum æfingum.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.