Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509613034.3

    Kælitækni
    KÆLI2SK05
    5
    Kælitækni
    Saga kælitækninnar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er bæði verklegur og fagbóklegur. Nemendur kynnast sögu kælitækni og fræðast um ýmsar aðferðir við kælingu. Þeir framkvæma einfalda varmaútreikninga og leita upplýsinga í handbókum. Nemendur kynnast forritum tengdum kælikerfum, gera sér grein fyrir samsetningu kælikerfis, geta lýst virkni helstu eininga þess og eru færir um að setja saman lítið kælikerfi þar sem notuð eru ýmis hand- og sérverkfæri. Þeir geta leitað leka, sett kælimiðil á kerfi og tekið kælimiðil af kerfi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • megindráttunum í sögu kælitækninnar.
    • helstu lögum og reglugerðum varðandi kælikerfi.
    • algengustu kælimiðlum og smurolíum.
    • algengustu kælikerfum og eiginleikum þeirra.
    • varmastreymi í gegnum fleti.
    • áhrifum rakastigs á matvæli og þýðingu þess í kælikerfum.
    • helstu íhlutum kælikerfis.
    • efnum sem notuð eru í rörlögnum kælikerfa.
    • eðlisfræði kælitækninnar.
    • táknum fyrir kælilagnir og teiknistaðla.
    • varmastreymi og kælihringrás.
    • mikilvægi lofttæmingar.
    • TPM og getur starfað við uppsetningu og viðhalds kerfisins.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa einfalt rörskema af kælikerfi.
    • setja upp einfalt kælikerfi, lagt eirlagnir, kveikt saman og látið virka.
    • kveikja saman eir og stál þannig að kveiking sé þétt.
    • meðhöndla matvæli með kælingu.
    • lesa einfalda raflagnateikningu fyrir kælikerfi.
    • nota handbækur.
    • reikna varmastreymi í einföldum kæliklefa.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja saman kælikerfi samkvæmt fyrirmælum.
    • nota algengustu hand- og sérverkfæri sem þarf til að geta sett saman kælikerfi.
    • velja íhluti í einfalt kælikerfi eftir tækniupplýsingum framleiðanda.
    • nota töflur til að reikna/ákvarða rörastærðir í minni kæli-/frystikerfum.
    • lofttæma og fylla kælimiðil á einfalt kælikerfi, skipta um rakasíu, stilla þensluloka.
    • framkvæma lekaleit með því að nota sápu og lekaleitartæki.
    • leggja mat á frágang kælikerfa.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.