Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509613354.55

    Rennismíði 2
    RENN2MT04
    6
    Rennismíði
    Rennismíði 2
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Kennt er á hefðbundinn rennibekk, fræsvél og borvél. Kennslan er einstaklingsmiðuð. Öryggismál eru veigamikill þáttur í náminu. Samhliða verklegri kennslu er bókleg kennsla. Námið byggir á verkefnalausnum nemenda, bók- og verklegum.
    RENN1GR04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla.
    • áhrifum skurðverkfæra á afköst og áferð vinnslustykkja.
    • muninum á fín- og grófrennsli.
    • nákvæmni spóntökuvéla.
    • notkunarmöguleikum og beitingu kastmæla.
    • möguleikum og mun á ýmsum gerðum plan- og hjólfræsa.
    • sniði og skurðraufum við samsetningar á renndum hlutum.
    • nýtingu klóplans.
    • deilivél.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • renna á milli odda.
    • skrúfuskera rær.
    • renna strýtur og fella saman.
    • renna utan- og innanmál með 0,05 mm málvikum.
    • nota deilivél við kantfræsingu.
    • fræsa og fella saman kíl og kílspor.
    • stilla vinnslustykki upp í klóplan með 0,1 mm málvikum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gæta ávallt fyllsta öryggis þegar unnið er við spóntökuvélar.
    • gera eigin verkáætlanir þar sem málvik geta verið allt að 0,05 mm og unnið eftir þeim að lausn verkefna.
    • reikna út deilingar og strýtur.
    • reikna út einfaldan vinnslutíma og finna út færslur samkvæmt töflum.
    • gera stutta greinargerð um hvert verkefni (má vinna í samvinnu við annan nema) þar sem fram koma efnistök, véla- og verkfæraval, framvinda verks og vinnslutími.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.