Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509613684.67

    Stýritækni
    STÝT3GR05
    5
    Stýritækni
    Grundvallaratriði loftstýringa
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Að loknu námi í áfanganum þekkja nemendur grundvallaratriði loftstýringa, eru færir um að þjóna loftkerfum og setja upp kerfi eftir teikningum og starfsritum. Nemendur geta rakið uppsett kerfi og eru færir um að finna bilanir og framkvæma viðgerð. Nemendur geta sett upp rafknúið stýrikerfi eftir teikningum og virkniritum, rakið það og gert við bilanir. Þeir geta hannað, teiknað og rakið loftstýrikerfi með tölvuforriti og/eða á blaði.
    VÉLS2AB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • loftmeðhöndlun.
    • mikilvægi rétts þrýstings á kerfum.
    • grunnatriðum sem tengjast loftstýringum.
    • notkun lofts sem aflgjafa.
    • táknum sem notuð eru í skematískum (línulegum) teikningum fyrir loft- og rafstýringar að hluta til samkvæmt ISO stöðlum.
    • samspili flatar, þrýstings og krafts.
    • öryggisatriðum þegar þrýstiloft er notað.
    • mikilvægi þess að loftstýrieiningar séu smurðar miðað við aðstæður.
    • segulliðum, PLC-iðntölvum og forritum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • þjóna loftkerfum, setja upp kerfi, rekja bilanir og gera við og leiðrétta tengivinnu.
    • teikna stöðurit fyrir tjakka og loka.
    • velja loftstýrieiningar miðað við eðli teikninga.
    • rekja loftstýrikerfi, útskýra og greina.
    • teikna myndir af loftstýrieiningum, bæði skurðarmyndir og táknmyndir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna loftstýrikerfi með eða án tölvuforrita.
    • velja loftstýrieiningar eftir táknmyndum.
    • stilla hraða lofttjakka.
    • velja og stilla tímaliða.
    • setja upp og tengja loftstýrikerfi.
    • rekja lítil kerfi, finna og gera við einfaldar bilanir.
    • lesa kerfisteikningar og kerfismyndir fyrir samhæfð vökva-, loft- og rafkerfi.
    • greina, gera við og setja upp 12-24V rafknúin loftstýrikerfi eftir teikningum og virkniritum, rekja uppsett kerfi, finna bilanir og gera við.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.