Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509650082.72

    Vinnustaðanám Húsasmíði II
    VINS2HS30
    22
    vinnustaðanám
    Vinnustaðanám Húsasmíði II
    Samþykkt af skóla
    2
    30
    Í þessum áfanga fara nemendur í nám á vinnustað og getur nemandinn verið á mörgum vinnustöðum eftir verkefnum en vinnan er samræmd og skipulögð af skóla. Nemandinn á að vinna við neðangreinda verkþætti og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Vægi verkþátta er eins og greint er hér fyrir neðan. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem skóli og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Heild vinnustaðanáms í vikum: Steypt hús ‐ Mótasmíði 8 vikur. Vinnupallar 1 vika. Klæðning útveggja 6 vikur. Þök 5 vikur. SAMTALS VIKUR: 20
    Nemendur hafa lokið fyrri hluta vinnustaðanáms.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eiginleikum og vali á réttu klæðningarefni. loftræstum útveggjaklæðningum
    • eiginleikum og vali á réttri einangrun og frágangi á vindvörn eiginleikum efna sem notuð eru við smíðar á steypumótum
    • álagskröfum steypumóta t.d. fjarlægðir milli stoða, stífinga og á milli dregara og stoða álagskröfum vegna styrkleika vinnupalla sbr. byggingareglugerð, t.d. um fjarlægðir milli
    • stoða og dregara, hæð á milli palla, styrk klæðningar, neglingu, staðsetningu á handriði og val á pallaefni vegna loftaundirsláttar
    • vali á réttum festingum fyrir grindur og klæðningar loftræstingu þaka sbr. byggingarreglugerð
    • eiginleikum og styrkleikum sperruefnis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíða vinnuborð, tröppur og búkka
    • stilla upp kerfismótum og handflekamótum leggja niður steypu í steypumót
    • smíða hefðbundin steypumót t.d. sökkulmót, botnplötumót, veggjamót , loftamót og stigamót
    • smíða timburvinnupalla stilla upp vinnupöllum ganga frá þakgluggum smíða þakkanta
    • ganga frá lektum og klæða útveggi
    • byggja upp loftræstingu fyrir klædda útveggi ganga frá sperrum í steypumót
    • stóla sperru á steypta plötu
    • timburklæða þök, leggja þakpappa og þakjárn
    • ganga frá rennuböndum, skotrennum, kjöljárni og flastningum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja efni út frá styrkleikakröfum
    • meta burðarhæfni grunna m.a. vegna smíði steypumóta
    • mæla út fyrir mannvirkjum (húsum) skv. mæliblaði eða með uppgefnum afsetningarpunktum og taka hæð (skv. hæðarkvótum)
    Námsmat byggist á ferilbók.