Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509651243.26

    Málmsuða-MIG-MAG og TIG
    MLSU2MI03
    8
    Málmsuða
    MIG-MAG suða
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Nemandi læri að undirbúa og sjóða með hlífðargassuðu í mismunandi málma í þykktunum 1mm upp í 8mm. Þeir geti valið þá hlífðargassuðu sem hentar og soðið í PA-PB-PG og PF. Þeir læri að gera ráð fyrir kypringu við suðu og þekkja ráðstafanir til að jafna þær út. Þeir þekki til notkunar bakgass og hvaða áhrif það hefur á suðu. Nemandinn geti skipulagt suðuvinnu með tilliti til gæða, öryggis og umhverfisþátta og eftir suðuferilslýsingu. Þeir þekki til ÍST EN 25 817.
    MLSU1RS03 og MLSU1LS03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Suðubúnaði notuðum við hlífðargassuðu
    • Hlífðargasi notkun þess og eiginleikum
    • Vali á réttu magni af hlífðargasi fyrir suðugerð
    • Yfirborðsmeðhöndlun efna fyrir og eftir suðu
    • Vali á rúlluvír í MIG/MAG og skautum í TIG suðum eftir málmum og suðuaðferðum
    • Umhverfismálum og öryggismálum við hlífðargassuðu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Notkun suðubúnaðar til hlífðargassuðu
    • Vali á viðeigandi suðuaðferð
    • Vali á viðeigandi rúlluvír, ífyllivír og suðuskautum
    • Hulsustærðir á suðustútum og stillingu á gasflæði í samræmi við það
    • Suðu á mismunandi suðustöðum
    • Notkun suðuferilslýsinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Sjóða sama með hlífðargassuðu mismunandi vinnustykki
    • Velja eftir efni og aðstæðum hentuga suðutegund og aðferð
    • Fylgja og skrá suðuferla
    • Fylgja reglum um umhverfis- og öryggismál
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.