Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509651463.03

    Rafsuða
    MLSU3RS04
    6
    Málmsuða
    Rafsuða
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Nemandi kunni að beita þekkingu úr fyrri rafsuðaáfanga til að velja suðustyrk, suðuaðferð og rafsuðupinna sem hentar þeirri suðuaðferð sem efni og aðstæður krefjast. Þeir kunni suðuaðferðir fyrir suðustöðurnar PA-PB-PC-PD-PE-PF og PG. Velji rétta rafsuðupinna samkvæmt suðuferlum, læri að greina og skrá grunn suðuferla. Unnið er samkvæmt suðustaðli ÍST EN 287-1 og ÍST EN 25 817.
    MLSU2MI03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvaða suðuaðferðir henta ákveðnum suðustöðum.
    • Val á pólun sem hentar suðustöðu, efni og pinna.
    • Val á rafsuðupinna sem hentar með tilliti til afkasta og styrks.
    • Mati á suðugöllum og áhrifum þeirra.
    • Mun á suðuspennu og tómgagnsspennu.
    • Stöðlum um suður, galla og hæfnisvottun og staðla fyrir rafsuðupinna og stál IST EN 22 553.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Uppstillingu á suðustykki.
    • Mati á hentugum suðuaðferðum.
    • Mati á hentugum rafsuðupinnum með tilliti til styrks og afkasta.
    • Suðuaðferðum miðað við fastar stöður.
    • Mati á suðugæðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Meta og framkvæma bestu suðu við mismunandi verk.
    • Kunni að forðast algengustu suðugalla.
    • Kunni að meta suður og flokka þær í gæðaflokka.
    Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.