Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509715212.77

  Starfsþjálfun stálsmiða 3
  STAÞ2SV20(AV)
  37
  Starfsþjálfun
  sjálfstæð vinna á vinnustað
  Samþykkt af skóla
  2
  20
  AV
  Starfsþjálfun á námssamningi þar sem nemandinn beitir þeirri þekkingu og hæfni sem hann hefur aflað sér í náminu og býr sér í haginn fyrir sveinspróf. Að lokinni starfsþjálfun og fullnægjandi útfylltri ferilbók er neminn tilbúinn í sveinspróf.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu verksviðum fagsins
  • helstu suðu- og samsetningaraðferðum
  • helstu öryggis- og umhverfisatriðum sem snerta fagið
  • helstu gæðakröfum sem snerta fagið
  • eiginleikum þeirra efna sem hann vinnur með innan fagsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja fyrirliggjandi verkáætlun og hönnunargögnum
  • vinna í samræmi við áætlanir um tíma og kostnað
  • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
  • vinna með hliðsjón af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi
  • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt að verkefnum sem honum eru falin
  • leggja mat á verkáætlun og hönnunargögn vegna verksins
  • meta gæði verks með hliðsjón af lögum, reglugerðum og stöðlum
  • gera grein fyrir notkun og viðhaldi á áhöldum og tækjum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.