Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509721580.98

    Hráefnisfræði matreiðslu
    HRFM2MU03(AV)
    2
    Hráefnisfræði matreiðslu
    flokkun á vörum, móttökueftirlit, umbúðamerkingar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Í áfanganum er fjallað um reglur sem gilda um móttökueftirlit, flokkun á vörum eftir ástandi þeirra og umbúðamerkingum. Einnig þær reglur sem gilda um matvælaöryggi, gæða og heilbrigðismat. Fjallað er um meðferð á íslenskum salt- og ferskvatnsfiski, skelfiski og lin- og krabbadýrum. Nemendur læra um sláturafurðir, uppbyggingu vöðva og nýtingu, meyrnun, meyrnunartíma, hlutun og hagnýtingu. Fjallað er um heilbrigðismat og gæðaflokkun kjöts og alifugla. Ennfremur sölu og dreifingu á íslenskri villibráð. Nemendur læra um íslenskar kryddjurtir og grænmeti, kornmeti og algengar tegundir ávaxta, flokkun þeirra, einkenni og notkun. Einnig helstu geymsluaðferðir og takmarkanir sem gilda um geymslu kjöts, fisks, grænmetis og ávaxta.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reglum sem gilda um móttökueftirlit og matvælaöryggi
    • reglum sem gilda um gæða og heilbrigðismat
    • íslenskum og erlendum sláturafurðum og villibráð
    • helstu tegundum af íslenskum og erlendum skelfiski ásamt íslenskum og erlendum bol- og flat¬fiski
    • algengum íslenskum og erlendar grænmetistegundum
    • notkun á algengum kryddjurtum og kryddi
    • algengum korntegundum með tilliti til notkunar
    • flokkum allra algengra ávaxtategunda
    • notkun á helstu tegundum af dýra- og jurtafeiti
    • öllum helstu geymsluaðferðum og þekkja takmarkanir sem gilda um geymslu kjöts, fisks, grænmetis og ávaxta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flokka vörur eftir ástandi þeirra og umbúðamerkingum
    • forgangsraða verkefnum og sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnu sinni
    • lesa texta sem inniheldur faglegar upplýsingar, vinna úr þeim á ábyrgan hátt og kynna niðurstöður sínar
    • skrifa styttri texta um fagleg efni og færa rök fyrir mál sínu bæði munnlega og skriflega
    • afla hagnýtra upplýsinga og greina á milli áreiðanleika þeirra og fræðilegs gildis
    • nýta heimildir sem skýra eigin röksemdafærslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka á móti vörum, flokka þær og ganga frá á viðeigandi hátt
    • bregðast við frávikum
    • vinna með allt hráefni til matargerðar og þekkja nýtingarmöguleika þess
    • meta gæði vinnu sinnar með skapandi og gagnrýnni hugsun
    • tjá sig á ábyrgan hátt um fagleg málefni
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.