Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1509722593.54

  Matseðlafræði
  MANÚ2GM02
  1
  Matseðlafræði
  grunnreglur við matseðlagerð
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Í áfanganum fást nemendur við matseðlagerð, læra um flokka rétta, heiti rétta og grunnreglur við matseðlagerð. Einnig matseðlagerð fyrir mötuneyti með hliðsjón af fæðutengdum ráðleggingum Embættis landlæknis.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að greina og flokka almenna matseðla og matseðla fyrir mötuneyti með áherslu á fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis
  • að greina og flokka fæðutegundir sem geta valdið ofnæmis- og óþolsviðbrögðum
  • notkun hugbúnaðar til útreikninga á næringargildi matseðla fyrir mismunandi tilefni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera matseðla fyrir mötuneyti og veitingahús með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi
  • skipuleggja matseðla fyrir ólíka hópa s.s. börn, unglinga, aldraða með hliðsjón að almennum matseðlum
  • gera matseðla þar sem taka þarf tillit til fæðuofnæmis og óþols
  • nota hugbúnað til útreikninga á næringarinnihaldi máltíða
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skipuleggja matseðla fyrir mötuneyti og veitingahús með fæðutengdar ráðleggingar Embættis landlæknis að leiðarljósi
  • skipuleggja og gera matseðla þar sem taka þarf tillit til fæðuofnæmis- og óþols og næringarþarfa mismunandi hópa
  • nota hugbúnað við útreikninga matseðla
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.