Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509722767.66

    Matreiðsla almenn
    MATR2MA10
    7
    matreiðsla
    Matreiðsla almenn
    Samþykkt af skóla
    2
    10
    Í áfanganum er fengist við matreiðslu á almennu fæði og vinnslu- og verkunaraðferðir kalda eldhússins. Jafnframt matreiðslu og bakstur fyrir helstu gerðir af sérfæði s.s. ofnæmis og óþolsfæði og matreiðslu grænmetisfæðis. Ennfremur matreiðslu fyrir hópa með mismunandi næringarþarfir s.s. börn, unglinga, aldraðra og íþróttafólk. Nemendur vinna að tilraunum í matreiðslu á ýmsum fæðutegundum og gera samanburð á þeim.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum og vinnulýsingum sem lúta að matreiðslu almenns fæðis og sérfæðis
    • helstu vinnslu og verkunaraðferðum sem notaðar eru við framreiðslu á köldum mat og sérstöðu íslenskrar matargerðar og geymsluaðferða
    • matreiðslu fyrir ólíka hópa s.s. börn, unglinga, aldraða og íþróttafólk
    • matreiðslu og bakstri fyrir sérfæði í almennum mötuneytum, s.s. ofnæmi, óþol, sykursýki o.fl.
    • helstu gerðum grænmetisfæðis
    • viðmiðum um skammtastærðir og næringargildi
    • tilraunamatreiðslu og samanburði á næringargildi og matreiðsluaðferðum
    • mikilvægum ferlum við útsendan mat og gæðastaðla um innra eftirlit: HACCP
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • matreiða almennt fæði og ákveðnar gerðir sérfæðis, s.s. vegna ofnæmis og óþols, sykursýki o.fl.
    • matreiða klassískan, íslenskan kaldan mat
    • undirbúa og matreiða fyrir ólíka hópa s.s. börn, unglinga, aldraða og íþróttafólk
    • undirbúa og matreiða helstu gerðir grænmetisfæðis
    • reikna úr næringargildi og áætla skammtastærðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra vinnuferla sem byggja á aðferðafræði er lýtur að matreiðslu almenns fæðis, sérfæðis og kaldra rétta
    • skipuleggja verkferla og verkefnalista og vinna eftir þeim
    • meta störf sín og annarra í matreiðslu á hlutlægan hátt
    • breyta uppskriftum fyrir almennt fæði svo þær henti fyrir sérfæði
    • breyta uppskriftum fyrir almennt fæði svo þær henti fyrir sérfæði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.