Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509722899.16

    Matreiðsla sérfæðis
    MATS3SF10
    1
    Matreiðsla sérfæðis
    sérfæði fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir
    Samþykkt af skóla
    3
    10
    Í áfanganum fá nemendur þjálfun í matreiðslu og bakstri fyrir almennt sjúkrahúsfæði og allar helstu gerðir af sérfæði sem þörf er á fyrir heilbrigðisstofnunum. Nemendur læra að matreiða og framreiða allar máltíðir dagsins, bæði heitar og kaldar. Þeir vinna sjálfstætt eftir eigin matseðlum, innkaupalistum og vinnuáætlunum.
    MATR2MA10
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðferðum og vinnulýsingum sem lúta að almennum og sérhæfðum verkferlum í matreiðslu og bakstri sérfæðis, bæði heitum og köldum réttum, öllum máltíðum
    • viðmiðum um skammtastærðir og næringargildi
    • að breyta uppskriftum fyrir almennt fæði í sérfæði
    • mikilvægum ferlum við útsendan mat og gæðastaðla um innra eftirlit: HACCP
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • matreiða og baka allar gerðir sérfæðis
    • reikna úr næringargildi og áætla skammtastærðir
    • breyta uppskriftum fyrir almennt fæði í sérfæði
    • vinna eftir ferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera ábyrgð á verkferlum og skipulagi við gerð sérfæðis á heilbrigðisstofnun
    • vinna eftir ferlum við útsendan mat og gæðastöðlum um innra eftirlit HACCP
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.