Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1509974265.24

    Rafmagnsfræði 4
    RAFM3GA05(DR)
    3
    Rafmagnsfræði og mælingar
    Almenn rafmagnsfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    DR
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti leyst einföld verkefni sem tengjast notkun á raforku og hvernig raforka breytist í ljós, hita og hreyfiorku. Farið er í uppbyggingu og virkni ýmissa véla, tækja og búnaðar og gerðar tengimyndir og kynnt teiknitákn fyrir þau. Kenndar eru jafngildismyndir fyrir rafrásir í jafnstraumskerfum og einfasa riðstraumskerfum. Farið er í mismunandi áraun rafbúnaðar við ræsingu, tómagang og fullt álag. Farið er í þriggja fasa rafbúnað og tengingar. Þá er fjallað um mælitæki og tengingu þeirra og leyst einföld verkefni er varða rekstur spenna, tækja og véla.
    RAFM2GA05CR
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • jafngildismyndum jafnstraumskerfa ásamt táknum í teikningum.
    • jafnstraumsvélum bæði rafölum og mótorum.
    • algengum einfasa mótorum og eiginleikum þeirra.
    • eiginleikum tækja og búnaðar í ræsingu og tómgangi.
    • breytingu raforku í ljós, hita og hreyfiorku.
    • tengimyndum fyrir einfasa rafala, mótora og spenna ásamt táknum í teikningum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera tæknilega útreikninga fyrir ýmsar rafvélar og tæki.
    • nýta sér hermiforrit fyrir vélar og rásir.
    • gera tengimyndir og jafngildismyndir.
    • reikna álag fyrir mismunandi ræsingar véla og spenna.
    • nota helstu mælitæki sem tengjast rekstri véla, spenna og tæki.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera jafngildismyndir og lesa úr teikningum.
    • þekkja algengar gerðir mótora í mismunandi tækjum og vélum.
    • greina bilanir í vélum og tækjum og annast viðhald þeirra.
    • velja varnarbúnað fyrir raflagnir, vélar og tæki.
    • velja viðeigandi ræsibúnað fyrir jafnstraums og einfasa mótora.
    • tengja mismunandi gerðir rafvéla.
    • velja mælitæki til mælinga í bilanagreiningu.
    Áfanginn byggir á verkefnastýrðu námi. Í símati séu lágmark 5 matsþættir. Lámarkslokaeinkunn er 5.