Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1510147463.99

    Tölvu- og nettækni - tölvur
    TNTÆ1GA04(AR)
    4
    Tölvu- og nettækni
    Tölvu- og nettækni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AR
    Í áfanganum kynnast nemendur samsetningu einkatölvu. Farið er í byggingarhluta tölvu og hlutverk þeirra. Gengið er frá uppsetningu á stýrikerfi og notendahugbúnaði fyrir tölvu. Sett er upp sýndarvél með Linux stýrikerfi. Unnið er með grunnskipanir í Linux. Einnig kynnast nemendur uppsetningu á stýrikerfi fyrir smátölvuna Raspberry Pi, tengjast henni remote ásamt grunnatriðum í að stýra GIPO, inn- og útgangspinnum hennar. Nemendur kynnast rökhugtökum, helstu hliðum og mismunandi talnakerfum. Nemendur læri Boole-framsetningu og teiknistaðla. Kynntar eru reikniaðferðir rökrása og kóðar. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólskar-jöfnur til að skilgreina virkni rökrása.
    Grunnskóli með einkunnina B í íslensku, ensku og stærðfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu byggingarhlutum PC og Raspberry PI tölva og helstu notkunarmöguleikum þeirra
    • helstu stýrikerfum og uppsetningu
    • helstu notendaforritum
    • vinnu í terminal og command promt umhverfi
    • helstu hugtökum stafrænnar tækni
    • talnakerfum í stafrænni tækni
    • helstu reikniaðferðum rökrása
    • bólskum-jöfnum sem skilgreina virkni rökrása
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja saman PC tölvu
    • forsníða harðan disk og SD-kort
    • setja upp stýriforrit
    • vinna með mismunadi talnakerfi
    • skilgreina virkni einfaldra rökrása
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera kennsl á helstu bilanaeinkenni í tölvu vegna þekkingar á virkni hennar
    • skilja gildi hinna ýmsu hugtaka við mat á afkastagetu tölvu
    • tengjast tölvum remote
    • lesa virkni einfaldra rökrása
    • hanna rökrás út frá skilyrtri virkni
    • bilanagreina einfaldar rökrásir
    Áfanginn byggir á verkefnastýrðu námi. Í símati séu að lágmarki 5 matsþættir. Lágmarkslokaeinkunn er 5.