Í áfanganum læra nemendur um samrásir: Vippur (Flip-Flop), teljara (Counters), hliðrunarregistur, minnisrásir ásamt örtölvum. Virkni lása og vippna er krufin svo og samstilltir og ósamstilltir teljarar. Nemendur þjálfast í bilanaleit í rökrásastýringum með notkun mælitæka „púlsgrafa, sveiflusjá, AVO“ til að geta rakið bilanir í rökrásakerfum. Nemendur nota smátölvur t.d Arduino til forritunar ásamt því kynnast helstu nýjungum í tölvutækni.
TNTÆ2GA04BR
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
vippum, teljurum, hliðrunarregisterum.
minnum og örtölvum.
notkun mælitækja við bilanaleit.
mismun á TTL og CMOS rásum.
smátölvum og notagildi þeirra.
notkun á forritun til stýringa.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna og setja upp einfalda teljararás.
bilanagreina rökrásir með sveiflusjá, púlsgreiningu og AVO mælingum.
forrita smátölvu til einfaldra verka og tengja við hana íhluti eða samrásir.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera við einfaldar rökrásir.
beita mælitækjum til bilanagreininga.
setja upp einfaldar teljararásir.
bilanagreina einfaldar rökrásir og teljara.
ná í, breyta eða skrifa kóða fyrir smátölvu t.d Arduino.
Áfanginn byggir á verkefnastýrðu námi. Í símati séu að lágmarki 5 matsþættir. Lágmarkslokaeinkunn er 5.