Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1510321844.24

  Heilbrigðisfræði fyrir vélstjóra
  HBFR1HE01(AV)
  21
  heilbrigðisfræði
  heilbrigðisfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  AV
  Farið verður lítillega yfir uppbyggingu líkamans, líffærafræði og grunnþætti í lífeðlisfræði, mat á ástandi sjúklings og samskipti við lækna í landi. Farið verður í skyndihjálp og undirbúning sjúklings fyrir flutning. Farið verður yfir algengustu bráðasjúkdóma og algengustu tegundir slysa og hvernig bregðast á við. Einnig verður rætt um lost, ofkælingu og bruna og helstu lyf í lyfjakistu. Verklegar æfingar í mælingum lífsmarka.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vefjabyggingu líkamans og helstu líffærakerfum
  • algengustu sjúkdómum sem skyndilega geta gert vart við sig
  • réttum viðbrögðum við sjúkdómum og slysum um borð
  • hvaða ráðstafanir skuli gera áður en hreyft er við þeim sem hefur slasast við fall
  • aðferðum við að leggja mat á ástand sjúklings
  • réttum aðgerðum og viðbrögðum við slysum, svo sem líkamlegum áverka, losti, eitrunum, ofkælingu og bruna
  • þeim þáttum sem huga þarf að þegar búið er um áverka
  • gildi sótthreinsunar og nauðsyn þess að þvo sár og skipta um umbúðir
  • líkamlegri og andlegri aðhlynningu sjúklinga eftir slys, þ.m.t. þeirra sem bjargað er úr sjávarháska
  • réttum viðbrögðum þegar eitrunarslys verða um borð í skipum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita aðferðum við lífgunartilraunir, þar með talið súrefnisgjöf
  • beita hjartahnoði og veita aðstoð við hjartastopp
  • búa um einföldustu beinbrot til bráðabirgða
  • gefa sjúklingi lyf með sprautu í vöðva
  • mæla blóðþrýsting
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • veita skyndihjálp við bráðasjúkdómum eða slysum
  • leggja mat á ástand hins sjúka eða slasaða
  • búa um áverka og búa sjúkling undir flutning til læknis og gefa lyf í samráði við lækni
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.