Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1511963593.09

    Frumkvöðlafræði
    FRUM3KT05(CK)
    6
    frumkvöðlafræði
    Frumkvöðlafræði K2
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    CK
    Í áfanganum er áhersla lögð á virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna og reka fyrirtæki sem byggir á þeirra eigin viðskiptahugmynd. Nemendur koma sér saman um eina viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun byggða á henni. Þau þurfa að huga að fjármagni, markaðssetningu, framleiðslu og sölu. Kynnt eru grunnatriði sem hafa verður í huga við stofnun og rekstur fyrirtækis og til þess að koma vöru eða þjónustu á framfæri. Við rekstur fyrirtækjanna nota nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa hlotið í öðrum áföngum. Ef tækifæri gefst munu nemendur taka þátt í aldurssvarandi frumkvöðlakeppni í framhaldinu eða samhliða áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ferli þess að stofna og reka lítið fyrirtæki.
    • mikilvægi viðskiptaáætlana.
    • gerð einfaldra rekstrar- og efnahagsreikninga.
    • einföldum jafnvægis- og arðsemisútreikningum.
    • mikilvægi jákvæðra samskiptaleiða og farsællar samvinnu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim.
    • vinna að raunhæfum verkefnum með ólíkum samstarfsaðilum.
    • gera kostnaðar- og/eða hagnaðargreiningu.
    • gera einfalda markaðsrannsókn, markaðsáætlun, auglýsinga- og kynningaráætlun, kostnaðaráætlun og söluáætlun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni.
    • markaðssetja og selja vöru/þjónustu.
    • færa bókhald fyrir lítinn rekstur.
    • starfa í hópi sem felur meðal annars í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku.
    • þróa viðskiptahugmynd að vöru/þjónustu og gera viðskiptaáætlun.
    • brúa bilið milli skóla og atvinnulífs.
    Símat