Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1512222324.72

    Enska 1 - sérnámsbraut
    ENSS1GR02
    3
    Enska á sérnámsbraut
    Grunnur
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Unnið verður að því að efla alla grunnþætti enskunnar, s.s málnotkun, málskilning, lestur, ritun og málfræði sem reynt er að tengja áhugasviði hvers nemanda. Einnig er unnið að því að auka sjálfstraust nemandans til að tjá sig á tungumálinu. Megin áhersla verður á að viðhalda og byggja ofan þann grunn sem nemendur hafa þegar náð, með þeim kennsluaðferðum sem hverjum og einum nemanda lætur best að nema við. Unnið er eftir einstaklingsnámskrá. Viðfangsefni eru miðuð við getu og þroska hvers nemanda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einföldum orðaforða og málnotkun, málfræði og málskilningi
    • lestri og ritun texta sem nýtist í daglegu lífi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja einfalt talað mál og taka þátt einföldum samræðum
    • lesa og skilja einfaldan texta og vinna verkefni tengd honum
    • bjarga sér í daglegu lífi, s.s. að panta á veitingahúsi, spyrja til vegar o.fl.
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér einfalda ensku, munnlega og ritaða í daglegu lífi
    • geta skilið einfaldar leiðbeiningar, ritaðar og munnlegar
    • leita að og nýta sér ýmiss konar hjálpargögn s.s. orðabækur, tölvur
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.